The Squad

The Squad, eða Sveitin, er gælunafn yfir fjórar hörundsdökkar þingkonur, sem allar náðu kjöri í fyrsta sinn til fulltrúardeildar Bandaríkjaþings árið 2018: Alexandria Ocasio-Cortez, Ilhan Omar, Ayanna Pressley og Rashida Tlaib. Þær vöktu athygli fyrir róttæka vinstripólitík og ungan aldur, þær eru allar undir fimmtugu og sumarið 2019 var meðalaldur þeirra 38,3 ár, sem er tæpum 20 árum undir meðalaldri fulltrúadeildarþingmanna.[1] Ocasio-Cortez, Omar, Pressley og Tlaib urðu fljótt opinber andlit nýs og róttækari vinstri arms Demókrataflokksins, og hafa meðal annars allar stutt Green New Deal, um nýjan samfélagssáttmála um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og misskiptingu auðs.[2] Þingkonurnar fjórar náðu allar endurkjöri í kosningunum 2020.

  1. Arit John (18. júlí 2019). „A Brief History of Squads“. New York Times. Sótt 21. nóvember 2020.
  2. Magnús Helgason (25. maí 2019). „Endurkoma sósíalískra stjórnmála í Bandaríkjunum“. Stundin. Sótt 23. nóvember 2020.

© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search